Og það styttist...

Í dag eru rétt rúmar tvær vikur þangað til við mamma og Gummi flytjum til Bandaríkjanna. Ég er orðin rosalega spenntur en ég er samt að skemmta mér konunglega í fríinu mínu áður en við förum. Ég hætti í leikskólanum í lok júní og var þá hjá ömmu og afa á Dalvík í rúma viku. Það var mjög gaman og ég fékk m.a. að hjálpa afa við að mála húsið! Svo fór ég í nokkra daga til ömmu og afa á Hrafnagili og fékk líka að mála þar og hjálpa til í garðinum. Enda er ég ótrúlega duglegur við að aðstoða og ber nafnið "vinnumaður" með réttu!

Núna er ég búinn að vera í viku hjá pabba þar sem við njótum þess að vera í sumarbústaðnum hans í sveitinni. Ég skrifa meira um það þegar ég kem aftur heim. Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband