je-je-je

Og þá er það ákveðið. Við flytjum til Columbia, Missouri í ágúst! Ég er orðinn spenntur, enda veit ég að það er til fullt af dóti þarna úti í USA.. ég hef séð það í sjónvarpinu hjá afa og ömmu á Dalvík á Cartoon Network! Mamma sagði mér að ég gæti ekki tekið allt dótið mitt með mér út, þannig að við ræddum um það hvað best væri að gera við það. Ég ætla nú að geyma eitthvað af því, en sumt ætla ég að tilnefna nokkrum vinum mínum. Ég er sko nú þegar farinn að ákveða hvaða dót á að fara til Róberts Mána, Valdimars Daða og Arnþórs litla frænda. Þeim finnst nefnilega svo gaman að leika sér með dót.
Svo er ég líka farinn að æfa mig í enskunni.. Yes (borið fram je, með slatta töffarahreim) og No heyrist oftast. Ég efast ekki um að restin af tungumálinu verði fljót að koma :-)
Ég er nú dálítið líkur henni mömmu, þar sem ég er ekki farinn að segja -R- ennþá en það er svosem ekkert til að hafa áhyggjur af. Samt ætla ég nú til talmeinafræðings til að ná því áður en ég flyt út þar sem ameríkanarnir nota errið svo lítið.. betra að hafa vaðið fyrir neðan sig.. Orðaforðinn hjá mér er samt alveg rosalega flottur! Stundum mætti halda að ég væri á 10. ári í stað 5. :-)

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bíddu, ætlar þú ekki með neitt dót með þér til Ameríku?

Dóda (IP-tala skráð) 3.5.2007 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband